Virðing

Við byggjum samskipti okkar á virðingu. Við ræðum, leggjum til og mótmælum hugmyndum og málefnum. Við förum í boltann, og ekki manninn. Ágreiningur jafngildir ekki hatri. Við hvorki leyfum, né styðjum hvers kyns móðgandi eða mismununarhegðun í garð nokkurs hóps eða einstaklings.

Samstaða

Við vinnum í samvinnu, stöndum saman, deilum upplýsingum og byggjum upp tengsl við hópa og einstaklinga með sama hugarfari. Við leiðum samfélagið með seiglu til þess að ná jákvæðum árangri.

Staðreyndir skipta máli

Okkar nálgun er að skoða staðreyndir og gögn til þess að geta tekið upplýstar og áreiðanlegar ákvarðanir og miðla þeim á málefnanlegan og heiðarlegan hátt. Löggjöf, stefna, leiðbeiningar og ákvarðanir sem snerta homma og lesbíur verða að byggjast á gagnreyndum staðreyndum.

Skýrleiki skilgreininga

Við miðlum hugmyndum og tökum þátt í rökræðum, byggðum á skýrum og nákvæmum skilgreiningum. Við styðjum lagalega og vísindalega skilgreiningu á samkynhneigð sem kynhneigð gagnkvart fólki af sama kyni, og á tvíkynhneigð sem kynhneigð gagnkvart fólki af báðum kynjum.

Líffræðilegur raunveruleiki

Kyn er er tvískipt; kvenkyns og karlkyns og er ákvarðað við getnað, sést við fæðingu (eða í móðurkviði) og er skráð. Við höfnum því að afar sjaldgæf frávik sem teljast til ódæmigerðra kyneinkenna/DSD/Intersex dragi í efa tvíhliða eðli kyns.

Einstaklingsfrelsi

Við styðjum æxlunarréttindi kvenna og líkamlegt sjálfræði. Við stöndum með lesbíum í því að hafna þrýstingi sem þær eru beittar til þess að samþykkja karla eða karlmenn sem skilgreina sig sem konur sem rekkjunauta eða hleypa þeim á annað borð á vettvang sem er ætluðum lesbíum. Að sama skapi stöndum við með körlum í því að hafna þrýstingi um að samþykkja konur eða konur sem skilgreina sig sem karla í sömu aðstæðum.

Óháð

Við erum ekki flokkspólitísk. Við eigum samskipti við samtök, fjölmiðla og aðra með  margvíslegar stjórnmálaskoðanir. Hins vegar munum við ekki mynda tengsl eða þiggja fjármagn frá neinum samtökum sem deila ekki gildum okkar eða sem við teljum vera fjandsamleg réttindum homma og lesbía.