Markmiðin okkar

Efla og standa vörð um áunnin réttindi okkar

Framtíðarsýn okkar er að lesbíur og hommar búi í samfélagi án mismununar eða fordóma vegna samkynhneigðar þeirra. Við viljum efla og standa vörð um réttindi og hagsmuni samkynhneigðra í hvívetna.

Áhersla er lögð á tvíþætta mismunun sem aðallega lesbíur standa frammi fyrir.

Við gefum röddum lesbía aukið rými til þess að tjá þá tvíþættu mismunun sem lesbíur búa við og upplifa sem samkynhneigðar konur.

Vernda börn sem kunna að alast upp og verða hommar og lesbíur.

Við vinnum að því að vernda börn gegn skaðlegri, óvísindalegri hugmyndafræði sem getur leitt til þess að þau trúi því að annað hvort persónuleiki þeirra eða líkami þurfi að breytast. Öll börn sem vaxa úr grasi, og verða ef til samkynhneigð eiga rétt á því að verða hamingjusöm, heilbrigð og örugg um kynhneigð sína, og hver þau eru.

Málfrelsi í öndvegi

Við stuðlum að málfrelsi og upplýstum umræðum um málefni er varða rétt samkynhneigðra. Við virðum mismunandi skoðanir, jafnvel þeirra sem við erum ósammála. Allar ættu að heyrast í opinberri umræðu.